Hægri eða Vinstri ?

Ég held að maður þurfi ekki að vera einfaldur til að hafa einfalda skoðun á stjórnmálum. Horfði á Silfur Egils síðasta sunnudag þar sem mikið var rætt hvaða flokkar eru hægra megin við vinstri hægri miðju sem er hægra megin við vinstri hægri miðju ... allavega þá voru gestir þáttarins ekki með þetta á hreinu og maður var litlu nær eftir þessar umræður.

Þekki nokkuð vel muninn á hægri- og vinstristefnum í stjórnmálum og þarf alveg örugglega ekki að útskýra það fyrir þér lesandi góður. Málið er bara að ég veit ekki hvort að ég er hægri eða vinstri sinnaður. Þegar ég talaði um að hafa einfalda sýn á stjórnmál þá langar mig að útskýra hér hver eru mín grundvallar sjónarmið varðandi hvernig þjóðfélagi ég vil búa í ... 

  • Ég vil búa í landi með besta menntakerfi í heimi (og það á að vera ókeypis fyrir alla).
  • Ég vil búa í landi með besta heilbrigðiskerfi í heimi (það á einnig að vera ókeypis fyrir alla).
  • Ég vil EKKI búa í landi þar sem forsjárhyggja og ríkisafskipti ráða ríkjum.
  • Aldraðir og öryrkja eru fyrsta flokks borgarar þar sem þeim eru tryggð mannsæmandi lífskjör.
  • Allir aðrir eru jafnir að öllu leiti og ríkið á ekki að skipta sér neinu sem einkaaðilar geta séð um.

Ef einhver getur sagt mér hvort að ég er vinstri eða hægri sinnaður þá væri það vel þegið.

Ég mun fram að kosningum skoða stefnuskrár flokkana til að komast að því hvaða flokkur fer næst skoðunum mínum. Ef einhver getur fært rök fyrir því af hverju ég ætti að kjósa einhvern stjórnmálaflokk frekar en annan þá má sá hinn sami endilega skrifa athugasemdir.

 

Karpur kveður


Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Sæll karpur. Taktu þetta próf og þú munt fá nokkuð fræðilega sýn á hvar þú stendur. Ég myndi giska á að þú værir vinstri frjálshyggjumaður (libertarian left) miðað við það sem þú lýstir, þ.e vilt mikil ríkisafskipti af velferðar og félagsmálum en minni stjórnsemi og frjálst markaðshagkerfi þar sem því verður við komið. 

Sigurður Karl Lúðvíksson, 26.3.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband